Uppskeruhátíð Hlaupahóps FH var haldin laugardaginn 21.nóvember síðastliðinn og var dagurinn tekinn snemma með búningahlaupi þar sem alls konar fígúrur og fyrirbæri hlupu í ratleik á svellilögðum götum bæjarins. En aðal fjörið var að sjálfsögðu um kvöldið þar sem félagarnir og makar þeirra mættu í sínu fínasta og skemmtu sér fram eftir kvöldi.
Af þessu tilefni veita þjálfararnir okkar þrír þau Hrönn Árnadóttir, Ingólfur Arnarson og Pétur Smári Sigurgeirsson ávallt verðlaun fyrir besta árangur í karla og kvennaflokki, framfaraverðlaun í karla og kvennaflokki og að ógleymdum föngulegasta félaganum sem fær sérstök verðlaun ættuð frá félögum okkar í Skokkhópi Hauka.
Að þessu sinni hlutu eftirfarandi verðlaun:
Hlaupari ársins í kvennaflokki, Erla Eyjólfsdóttir
Hlaupari ársins í karlaflokki, Friðleifur Friðleifsson
Dugnaður og framfarir kvenna, Hrund Eðvarsdóttir
Dugnaður og framfarir karla, Sigurður Arnar Sigurðsson
Föngulegasti félaginn, Jón Ómar Erlingsson
Frá vinstri: Hrönn, Jón Ómar (með föngulega félagann), Erla, Hrund, Sigurður Arnar (Addi), Ingólfur og Pétur
Frá vinstri: Jón Ómar, Erla, Hrund, Addi. Á myndina vantar Friðleif.