Samvinna og góður andi einkenndu þennan fagra bleika hóp á laugardaginn. Þökkum fyrir samveruna og stuðninginn við þetta þarfa og góða málefni og hana Eddu okkar.
Svo ég vitni í hennar eigin orð af síðu Bleika hlaupsins: “Þið brædduð mitt hjarta í dag. Ég er heppin að eiga svona frábæra og hjartahlýja félaga að. Dagurinn var í alla staði æðislegur og eftirminnilegur. Takk fyrir mig”