HLAUPARÖÐ FH OG ATLANTSOLÍU 2016

FH Atlantsolía 2016

Þá er komið að hlaupaseríu FH og Atlantsolíu 2016.

Fyrsta hlaup af þremur verður næstkomandi fimmtudag 28.janúar kl.19:00.

Hlaupið er frá Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði meðfram strandlengjunni, upp og fram hjá Hrafnistu í átt að Álftanesveginum og snúið þar við og hlaupið sömu leið til baka.

Hlaupin verða fimmtudagana 28. janúar, 25. febrúar og 31. mars kl.19:00

Miðinn mun kosta kr. 1.000 og öll umgjörð verður mun flottari en áður. Boðið verður sú nýbreytni að hafa flögur í hlaupinu sem gerir hlaupin mun nákvæmari og úrslitin koma þá strax inn.
Brautin er löglega mæld.

Uppskeruhátíðin verður í apríl, verðlaun og fullt af útdráttarverðlaunum.

Það er búið að opna fyrir forskráningu í hlauparöðina á hlaup.is
Skráningu á hlaup.is lýkur fimmtudaginn 28. jan kl. 13:00.
http://hlaup.is/default.asp?cat_id=1233

Sjá einnig um hlauparöðina á facebook:

https://www.facebook.com/events/1668589196757334/

 

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.