Ótrúlegur árangur undanfarið og góður gangur í æfingum

Undanfarið hafa félagar í HHFH gert víðreist í keppnum í nánast öllum landshlutum. Of langt mál væri að telja upp hér alla þá sem hafa keppt en bæði hafa félagar keppt í götuhlaupum og utanvegahlaupum með góðum árangri og margar stórar bætingar litið dagsins ljós. Öll úrslit er hægt að skoða inn á hlaup.is og er mikilvægt að félagar skrái sig í hlaup undir merkjum hlaupahóps FH. Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon og eru félagar hvattir til að skrá sig tímanlega þar sem þetta er góður undirbúningur fyrir Köln en þangað stefna rúmlega 20 félagar. Einnig eru nokkrir í hópnum að keppa í Berlín og má geta þess að Pétur þjálfari ætlar að hlaupa maraþon bæði í Berlín og Köln. Æfingar eru núna teknar að lengjast og mikilvægt að þeir sem stefna á lengri vegalengdirnar hlaupi fleiri æfingar en eru á æfingaáætlun, t.d. á mánudögum og miðvikudögum. Er gaman að fylgjast með því í hlaupadagbókinni hvað félagar eru duglegir að æfa þrátt fyrir að vera í sumarfríi úti á landi eða erlendis : )

Undanfarið hefur verið heitt í veðri og eru félagar hvattir til að taka vökva með sér á lengri æfingar og þegar við tökum spretti á brautinni er gott að vera með brúsa með vatni í til að fá sér sopa á milli spretta. Þeir sem eru að fara að keppa í hálfu og heilu maraþoni þurfa að æfa næringarinntöku og finna út hvað hentar hverjum og einum best.

Sjáumst hress á næstu æfingu.
Þjálfarar

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.