Vekjum athygli á meistaramóti öldunga helgina 6.-7. ágúst á Kópavogsvelli

Þjálfarar vilja vekja athygli á meistaramóti öldunga sem fer fram á Kópavogsvelli dagana 6.-7. ágúst. Síðastliðinn vetur kepptu fjölmargir úr hlaupahóp FH í hinum ýmsu greinum og unnu til fjölmargra Íslandsmeistaratitla.
Aldursflokkarnir eru: 
Konur: 30-34, 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri.
Karlar: 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Fyrri dagur: 100 m , 400 m, 300 m grind, 400 m grind, 1500 m, 5000 m, 4×100 m, sleggukast, kúluvarp, kringlukast, langstökk, hástökk.
Seinni dagur: 100 m grind, 110 m grind, 200 m, 800 m, 3000 m, þrístökk, stangarstökk, lóðkast, spjótkast.

Allar nánari upplýsingar má finna inn á http://fri.is/atburdur/atburd/id/354

 

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.