Flottar bætingar í Ármannshlaupinu

Í gær fór fram Ármannshlaupið þar sem hlaupnir voru 10km í nágrenni Laugardalsins. Fjölmargir félagar í hlaupahópnum tóku þátt og voru að standa sig mjög vel og bæta sína bestu tíma þrátt fyrir óhagstæðan vind sem hægði mikið á hlaupurunum á bakaleiðinni.

María Kristín náði 2. sæti í kvennaflokki og í karlaflokki varð Haraldur Tómas í 4. sæti. Í flokki 40+ í karlaflokki sigraði undirritaður eftir mikla baráttu og Ingólfur varð nr. 6, Ebba Særún varð nr. 4 í sínum flokk á persónulegu meti, Þorbjörg Ósk (Tobba) varð nr. 6 í 40+ flokknum á persónulegu meti, o.s.frv.
Það var gaman að sjá hversu einbeittir allir voru og margir tóku þvílíkan endasprett líkt og þeir ættu nóg eftir. Spurning að þjálfarar fara að staðsetja sig lengra frá markinu til að hvetja þannig að allir auki hraðann fyrr : ) Ef einhverja vantar á listann þá endilega látið þjálfara vita. það er mikilvægt að þegar tekið er þátt í keppnihlaupum að skrá sig undir merkjum hlaupahópsins þannig að auðvelt sé að finna tíma þeirra sem tilheyra hlaupahópnum.

Annars var árangurinn eftirfarandi:

Nafn                                                       Tími
Haraldur Tómas Hallgrímsson        00:34:53
Steinn Jóhannsson                            00:36:56
María Kristín Gröndal                      00:38:46
Ingólfur Örn Arnarsson                    00:38:51
Sigurþór E. Halldórsson                    00:39:39
Vilhjálmur Kári Haraldsson              00:40:49
Ebba Særún Brynjarsdóttir              00:43:01
Sveinbjörn Sigurðsson                       00:45:26
Egill Ingi Jónsson                               00:47:13
Þorbjörg Ósk Pétursdóttir                00:48:36
Þórunn Unnarsdóttir                         00:49:09
Hákon Steinsson                                 00:49:28
Klara Sveinsdóttir                              00:49:53

Næstu tvær vikur verður undirritaður erlendis en Pétur mun stjórna æfingum af sinni eindæma hörku eins og honum er einum lagið.  Æfingaáætlun fyrir næstu viku er komin inn og er mikilvægt að þeir sem eru í sumarfríi reyni eftir fremsta megni að ná sem flestum æfingum. Þjálfarar vilja jafnframt minna á mánudagsæfingar fyrir þá sem vilja hlaupa í góðum félagsskap en það er lagt af stað 17:30 frá Kaplakrika.

Ef einhverjir eru ekki enn skráðir í hópinn þá geta þeir sent póst á steinn.johannsson@gmail.com
Ekki má gleyma æfingagjöldunum en núna hafa 73 greitt fyrir tímabilið fram í byrjun október og eru það frábærar heimtur.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.