Maraþonhelgin 19.-20. ágúst

Framundan er stærsta hlaupahelgi ársins þegar Reykjavíkurmaraþon fer fram. Vonast þjálfarar eftir að sem flestir taki þátt og þeir sem ekki eru skráðir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.
Þann 19. ágúst eiga keppendur að ná í númerin sín og ætla félagar í hlaupahópnum að fara á fyrirlestur Steins þjálfara. kl. 16:30 á  föstudeginum 19. ágúst og ná í númerin í kjölfarið. Þess má geta að Steinn og Pétur verða með kynningarbás á maraþonhátíðinni þar sem þeir munu kynna fyrir áhugasömum vörur sem þeir flyta inn fyrir íþróttasamfélagið (Spibelt og Compressport, o.fl).

Á laugardeginum ætlar hópurinn að koma saman eftir maraþonið og er stefnt á að hittast heima hjá Sveinbirni og Elsu (Norðurbraut 37) kl. 17:00 og grilla saman. Áætlað er að matur verði u.þ.b. 18:15-18:30. Í boði verður gómsætt grillkjöt og meðlæti félögum að kostnaðarlausu, þ.e. þeim sem greiða æfingagjöld. Kjósi félagar að drekka eitthvað annað en gos þarf að koma með slíkt á staðinn.
Eru félagar beðnir um að tilkynna þátttöku fyrir 12:00 næstkomandi miðvikudag (17. ágúst)
til Önnu Eðvalds, netfang: annaljosa@gmail.com Makar eru velkomnir og þurfa félagar að tiltaka í pósti fjölda. Athugið að makar greiða kr. 2000 fyrir matinn og þarf að gera það upp á staðnum.

Er það von þjálfara að sem flestir sem eru að keppa mæti og eigi saman góða kvöldstund.
Sjáumst hress á næstu æfingu.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.