Ótrúlegur árangur í miðnæturhlaupinu

Síðastliðinn fimmtudag tóku fjölmargir HHFH-félagar þátt í miðnæturhlaupinu og var árangurinn framar björtustu vonum. Nær allir voru að hlaupa á persónulegum tímum og nokkrir að lenda á verðlaunapalli. Væri of langt mál að telja alla upp hér í þessari færslu en eftirfarandi unnu til verðlauna:
5km
Fjóla Rún Þorleifsdóttir, 2. sæti í flokki kvenna 19-39 ára á 23,51
Svana Huld Linnet, 3. sæti í flokki kvenna 40-49 ára á 23,18 mín
10km
María Kristín Gröndal, 2. sæti í flokki kvenna og 2 sæti í flokki 19-39 ára á 38,24 mín.
Erla Eyjólfsdóttir, 3. sæti í flokki 50-59 ára á 46,46 mín.

Óska þjálfarar félögum innilega til hamingju með árangurinn.

Var gaman að sjá þá góðu stemningu sem var á keppnisstað og hversu einbeittir hlaupararnir voru að ná góðum tímum. Miða við þennan árangur þá stefnir í stórbætingar síðar á sumrinu.

Mörg keppnishlaup eru framundan og verður gaman að sjá árangurinn á næstu vikum.
Við hvetjum sem flesta til að mæta á æfingar og hafa gaman af skemmtilegum félagsskap og gæðaæfingum.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.