Frábær árangur hjá Maríu Kristínu

Um liðna helgi keppti María Kristín með landsliði Íslands í Evrópubikarnum í frjálsum íþróttum. Hún keppti í 3000m hindrunarhlaupi og hljóp á 11,52mín og varð nr. 7 sem er frábær árangur. Eru þjálfarar ákaflega stoltir af þessum árangri hennar og lofar þetta góðu fyrir framtíðina.

Annars eru margir í HHFH búnir að skrá sig í miðnæturhlaupið á fimmtudag og ríkir mikil eftirvænting eftir þessu fjölmenna hlaupi sem býður upp á hraða tíma og skemmtilega keppni.

Næstkomandi laugardag verða Pétur og Steinn á frjálsíþróttamóti á Vík í Mýrdal og Hrönn verður erlendis þannig að hópurinn verður þjálfaralaus. Hins vegar eru félagar það röggsamir að það ætti ekki að koma að sök og verður eflaust tekið á því að venju.

sjáumst hress á næstu æfingu.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Frábær árangur hjá Maríu Kristínu

  1. María Kristín sagði:

    Hverjum hefði dottið í hug að 30 ára, 2 barna móðir sem fór út að hlaupa sér til heilsubótar, myndi reima á sig gaddaskó og keppa með félagsliði og stuttu síðar landsliði. Þetta hefði aldrei orðið nema vegna þessa flotta hlaupahóps, frábæru og hvetjandi þjálfara og félaga. Ég er ykkur endalaust þakklát. Áfram FH!

Lokað er á athugasemdir.