Heldur fámennt var en góðmennt á síðustu æfingu á laugardag og eflaust margir notað hvítasunnuhelgina til ferðalaga og útivistar. Það er þó ljóst að þrátt fyrir að félagar missi af æfingum þá má sjá að þeir hlaupa sjálfir samkvæmt hlaupadagbókinni á www.hlaup.com
Eru nýjir félagar hvattir til að skrá sig og halda þannig utan um æfingar og keppnir og sjá þannig þær framfarir sem verða.
Nokkrir félagar tóku þátt í 3/5/7 Tindahlaupinu og stóðu sig mjög vel. Enn hafa ekki úrslit verið birt en Friðleifur sigraði í 7 tinda vegalengdinni þrátt fyrir að hafa hlaupið á fimmta km aukalega. Þess má geta að Friðleifur keppti fyrr í vikunni í Heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins og náði þar öðru sæti.
Hópurinn átti einnig annan sigurvegara um liðna helgi en Helga Halldórsdóttir sigraði í kvennaflokki í Álafosshlaupinu. Óskum við þeim innilega til hamingju.
Þjálfarar vilja minna félaga á aukaæfingu á mánudögum en þá hittast félagar og taka létt hlaup frá Kaplakrika.
Sjáumst hress á næstu æfingu.