Hvar endar þetta?

Undanfarið hafa félagar í HHFH gert víðreist og keppt með frábærum árangri. Í liðinni viku varð Friðleifur í verðlaunasæti í Leiknishlaupinu (10km) og Hjördís Ýr gerði sér lítið fyrir og sigraði í kvennaflokki í Grafningshlaupinu sem var 25km utanvegahlaup. Öll úrslit úr þessum hlaupum má sjá inn á www.hlaup.is
Einnig tóku nokkrir félagar þátt í hálf ólympískri þraut og voru þær Kristín Högnadóttir og Svana Huld Linnet í verðlaunasætum í sínum aldursflokkum. Það er ánægjulegt að sjá hvað félagar eru að uppskera vel eftir góðar æfingar í vetur og ef fer fram sem horfir verður sumarið met bætingasumar. Myndir og úrslit úr þrautinni er hægt að skoða á www.3sh.is

Þjálfarar vilja minna á mánudagsæfingar þar sem áherslan er lögð á létt hlaup og góðar teygjur. Í dag mánudaginn 6. júní verða þjálfarar ekki á æfingu þar sem þeir eru uppteknir en vonandi mæta félagar að venju. Á þriðjudagsæfingum er mikilvægt að finna sér hæfilegan hraða til að hlaupa á og þeir sem hafa keppt í sumar ættu að vera búnir að finna sér viðmið.

Sjáumst hress á næstu æfingu

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.