Góður árangur

Síðastliðinn laugardag kepptu nokkrir félaga okkar í HHFH í Valshlaupinu og stóðu sig með ágætum.
María Kristín sigraði í kvennaflokki og Friðleifur varð nr. 4  í karlaflokki. Auk þess voru margir að vinna verðlaun í sínum aldursflokkum og setja persónuleg met. Innilega til hamingju öll sem tókuð þátt og stóðuð ykkur frábærlega vel.
Öll úrslit má skoða inn á www.hlaup.is

Þjálfarar vilja minna félaga á að á mánudögum hittast nokkrir félagar í Kaplakrika og hlaupa létt. Er það von okkar að sem flestir mæti og bæti þessari æfingu inn í æfingaáætlunina.

Framundan eru nokkuð mörg skemmtileg keppnishlaup og hvetja þjálfarar félaga til að vanda valið þegar kemur að hlaupum. Óhætt er að mæla með, t.d. Akraneshlaupinuþann 11. júni, Miðnæturhlaupinu þann 23. júni, o.m.fl. Annars er hægt að skoða hlaupadagskránna inn á www.hlaup.is
Um næstu helgi fer fram hálf ólympísk sprettþraut hér í Hafnarfirði undir merkjum 3SH. Fjölmargir úr HHFH taka þátt og eru félagar hvattir til að mæta og horfa á en fremstu menn eru rúman klukkutíma að ljúka þrautinni. Ef einhverjir eru tilbúnir að vera teljarar á bakka í ci. 15 mín þá endilega látið Pétur eða Stein vita.

Sjáumst á næstu æfingu – komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.