Æfingar ganga vel að venju og aldrei þessu vant var ekkert keppnishlaup á dagskrá þessa helgina. Góð mæting hefur verið á æfingar og hafa þjálfarar ákveðið að bjóða framvegis upp á aukahlaupaæfingu kl. 17:30 frá Kaplakrika á mánudögum. Undanfarið hafa nokkrir félagar verið að mæta á þeim tíma og þeir sem vilja hlaupa í góðum hópi eru hvattir til að mæta. Er það einkum mikilvægt fyrir þá sem stefna á lengri keppnishlaup í sumar.
Þar sem margir í hópnum eru farnir að hlaupa vel yfir 20km um helgar þá er mikilvægt að menn næri sig á hlaupum, t.d. noti orkugel eða hafi vöka meðferðis. Þess má geta að nú er byrjað að selja Powerbar-vörurnar (www.powerbar.com) á Íslandi í fyrsta skipti en þær eru sniðnar að þörfum þeirra sem eru í úthaldsíþróttum. Félagar í hlaupahóp FH fá 15% afslátt af vörunum sem eru seldar hjá EAS í Suðurhrauni í Garðabæ. Sjá nánar inn á www.eas.is Einnig er þar næringarráðgjafi á staðnum sem veitir mönnum ráðgjöf um hvað henti. Þjálfarar eru einnig tilbúnir að leiðbeina félögum hafi þeir spurningar um hvernig best sé að haga næringu þegar kemur að æfingum og keppni.
Sjáumst á næstu æfingu
komaso