Félagar í Hlaupahóp FH voru að gera góða hluti í Snæfellshlaupinu og Akureyrarhlaupinu sem fóru fram um síðustu helgi.
Snæfellshlaupið er nýtt fjallahlaup sem er 22 km hlaup frá Arnarstapa til Ólafsvíkur, það voru 50 hlauparar sem tóku þátt og þar á meðal voru 4 félagar í HHFH , þeir stóðu sig allir mjög vel, og voru þeir allir í topp 10 og Friðleifur var aðeins 1 mín á eftir fyrsta manni…
Hér má sjá tíma.
2 01:40:34 Friðleifur Friðleifsson 1970 Hlaupahópur FH
4 01:52:57 Pétur Smári Sigurgeirsson 1970 Hlaupahópur FH
7 01:56:30 Ingólfur Örn Arnarsson 1962 Hlaupahópur FH
10 02:01:24 Hinrik Jón Stefánsson 1971 Hlaupahópur FH
Á Akureyri voru nokkrir félagar á fótboltamóti og að sjáfsögðu skráðu þeir sig til þáttöku í Akureyrarhlaupinu, og stóðu þau sig öll mjög vel..
Hér eru tímarnir hjá þeim sem tóku þátt í 10 km hlaupinu.
6 41:41 Birgir Gilbertsson 1971 7 41:45 Birna Björnsdóttir 1973 8 42:09 Guðmundur Þorleifsson 1969
23 48:17 Egill Ingi Jónsson 1970
38 51:25 Elísa Vigfúsdóttir 1970
Og hér er tíminn hjá Brynju en hún tók þátt í 5 km....
5 25:01 Brynja Björg Bragadóttir 1971
Vonandi að við séum ekki að gleyma neinum….
Við viljum svo minna alla á Ármannshlaupið sem verður haldið þriðjudaginn 12.júlí kl: 20:00 Þetta er flott hlaup og mjög góð braut og er tilvalin til bætinga, allar upplýsingar eru á hlaup.is og hlaup.com