VIKA 48

Það verður nóg um að vera í vikunni.  Æfingar verða á hefðbundnum tíma og dögum og ef eitthvað er að marka vedur.is þá rignir hraustlega alla vikuna.

Á miðvikudag verður okkar árlegi haustfræðslufundur.  Að þessu sinni ætla félagar okkar, þeir Sveinbjörn Sigurðsson og Friðleifur Friðleifsson að miðla okkur af sinni þekkingu og reynslu.  Fundurinn verður haldinn í Sjónarhóli – Kaplakrika og hefst klukkan átta.

Fimmtudaginn 28. nóvember verður fyrirlestur á vegum Framfara haldinn í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.  Þar flytur Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafærðingur og þjálfari fyrirlestur og mun segja frá æfingum Anítu Hinriksdóttur sl. ára og ævintýralegu sumri, 2013 og framtíðarsýn hennar sem er skýr og metnaðarfull. Aðganseyrir 1000 kall.

Munum eftir endurskinsmerkjum – þau eru nauðsynleg!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.