VIKA 36

Á næstu vikum verður æfingaálagið hvað mest fyrir Amsterdamfara.  Því er ekki úr vegi að minna á nokkur atriði.

  • Upphitun.  Ekki fara of geyst af stað.  Hita vel upp fyrir æfingu.
  • Teygjur.  Það er mikilvægt að teygja vel eftir æfingu og eins er gott að gera léttar hreyfi-teygjur strax eftir upphitun.  Talið bara við Eyvind, hann er vís með að kenna ykkur eina góða.
  • Jákvæðni.  Þetta hefst ekki á hörkunni einni saman.  Það eru toppar og dalir á þessu tímabili.
  • Pepp.  Það er fátt betra en pepp og hvatning frá félögum.  Er ekki tími til kominn að þú peppir líka?
  • Brosið.  Miklu betra en að bíta á jaxlinn.

Þetta á að vera skemmtilegt svo við skulum reyna að hafa það þannig.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.