VIKA 23

Við erum örugglega öll orðin frekar langeygð eftir sumrinu, það er spurning um að hópurinn taki sig til og dansi einhverskonar sumardans og ákalli allar góðar vættir og biðji um að það fari nú að láta sjá sig með hlýindum og sól 🙂

Laugavegshlauparar og aðrir sem áhuga hafa, stefna á Esjuna á miðvikudag.  Hittast á bílastæðinu klukkan 18:30.  Pétur lofar skemmtilegheitum.  Um að gera að sameinast í bíla.  Þetta eru hörku-skemmtilegar æfingar sem gaman er að bæta við sig.

Æfingar verða með hefðbundnu sniði.  Nýliðar eru á góðri siglingu, æfingaplan þeirra má finna í dagatalinu.

Endilega skráið hlaup og aðra hreyfing á hlaup.is.

Þetta verður góð vika.  KOMASO!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.