VIKA 19

Fimmtudaginn var fór fram Icelandair hlaupið.  Það er skemmst frá því að segja að nokkrir félagar okkar skelltu sér í það og gerðu gott mót, eins og sagt er.  Ebba Særún gerði sér lítið fyrir og sigraði kvennaflokk á flottum tíma og Kristín María varð í þriðja sæti.

Svona var árangur okkar fólks:
26:55 Ebba Særún Brynjarsdóttir
27:31 María Kristín Gröndal
27:33 Sigurður Fannar Ólafsson
27:48 Vilhjálmur Kári Haraldsson
30:07 Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
32:47 Sveinn K Baldursson
33:46 Þorbjörg Ósk Pétursdóttir
35:59 Þórður Ingi Bjarnason
36:02 Carola Frank

Á laugardag efndum við til samskokks með fræknum ÍR-ingum og einnig stóð til að félagar úr hlaupahópi Stjörnunnar kæmu.

Boðið var upp á þrjár vegalengdir +/-10km, 20 og 30 km.  Farið var um uppland Hafnarfjarðar.  Eftir því sem síðuskrifari kemst næst heppnaðist þetta alveg með ágætum.  Hver veit nema svona nokkuð verði gert aftur – jafnvel fljótlega.

Æfingaáætlun nýliða er aðgengilega hér á síðunni í dagatalinu.  Þar er hægt að sjá viku í senn.

Þriðjudagsæfing fyrir hópa 1 og 2 er á sínum stað.  Hlaupið frá Kaplakrika klukkan 17:30
Miðvikudag verður utanvegaæfing klukkan sex.  Hittast við hliðið í Heiðmörk
Fimmtudag (uppstigningardag) æfing klukkan 10.  Hittumst í Kapla.

Það er greinilegt að sumarið er komið, því nú er hvert keppnishlaupið á fætur öðru.  Næstkomandi laugardag, 11 maí fer t.d. fram Neshlaupið, þar er boðið upp á nokkrar vegalengdir.  Nánar um það hér.

Munum svo eftir flottu hlaupi félaga okkar í Haukum, Hvítasunnuhlaup Hauka.  Skráning er í fullum gangi.

Það er um að gera að kynna sér hlaupaárið á Hlaup.is, – hlaupadagsrká 2013.

Svo er það bæði fésbókarsíðan og fésbókarhópur hlaupahóps FH. Endilega kíkið þar inn.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.