Hlauparöð Actavis og FH

Á morgun, fimmtudaginn 11 apríl, fer fram fjórða og síðasta keppnin í hlauparöð Actavis-FH.

Ræsing er við íþróttahúsið á Strandgötu klukkan 19.  Þátttökumiðar verða seldir á staðnum og hefst sala klukkustund fyrir ræsingu.

Á hlaup.is má finna allar upplýsingar um keppnina.

Lokahóf hlaupaseríunnar verður haldið upp í Kaplakrika 23. apríl kl 20. Þar verða veitt stigaverðlaun fyrir þrjú bestu hlaupin í öllum aldursflokkum. Auk þess verða dregnir út fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.