VIKA 15

Það er keppnisvika hjá okkur í hlaupahópnum.  Það er að segja á fimmtudaginn fer fram fjórða og síðasta hlaupið í Hlauparöð Actavis og FH.

Sem fyrr er hlaupið er frá íþróttahúsinu Strandgötu, ræst er klukkan 19:00.  Þátttökumiðar verða seldir frá klukkan 18:00 í andyri íþróttahússins.

Veðurspáin er frekar kuldaleg en það verður engu að síður skemmtileg stemning og mikið stuð.

Á þriðjudag er æfing á hefðbundnum tíma.  Hittumst uppí Kapla.

Langt á laugardaginn og ljómandi.

Svo minnum við á að við förum af stað með nýliðanámskeið í lok apríl.  Það verður kynnt nánar þegar nær dregur.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.