VIKA 10

Annað hlaupið í hlauparöð Actavis og FH fór fram sl. fimmtudag.  Það er óhætt að segja að vel hafi tekist til þó svo veðrið hafi ekki verið neitt sérstakt. Við hlökkum til næstu keppni sem fer fram 21. mars.

Þriðjudaginn 12. mars verður almennur félagsfundur hlaupahóps FH.  Megindagskrá fundarins er:

  • Ferðin til Amsterdams nú í haust.  Nú þegar eru um 50 félagar búnir að skrá sig í ferðina.  Það er líklegt að a.m.k. tveir aðrir hópar frá Íslandi séu á leið í þetta sama hlaup, þannig að það borgar sig að taka ákvöðun fljótlega, skrá sig og bóka flut. Nánar verður farið yfir þetta á fundinu.
  • Kynning á hlaupadagskrá sumarsins
  • Kynning frá þjálfurum
  • Önnur má

Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.  Mætið og takið þátt í mótun starfs hlaupahóps FH.

Það er kuldi í kortunum – eiginlega vetur framundan.  Við látum það lítið á okkur fá. Klæðum okkur bara betur.

Þetta verður fín vika.  KOMASO!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.