Síðasta Atlantsolíuhlaupið í vetur

Á fimmtudaginn fer fram síðasta hlaupið í hlaupaseríu Atlantsolíu og FH. Vonumst við eftir góðri þátttöku frá félögum í hópnum. Ef einhverjir verða ekki með þá er öll aðstoð vel þegin við framkvæmd hlaupsins. Hafa fjölmargir félagar lagt hönd á plóginn í vetur við framkvæmdina og kunnum við þeim hinar bestu þakkir. Á þriðjudag munum við að sjálfsögðu selja þátttökumiða fyrir hlaupið og eru félagar minntir á að koma með krónur á æfingu fyrir þátttökumiðanum.

Á föstudeginum fer svo fram verðlaunaafhending kl. 20:00 í Kaplakrika. Veitt eru verðlaun fyrir 1. karl og konu og svo fyrir þrjá fyrstu í öllum aldurshópum. Glæsileg útdráttarverðlaun verða í boði og verður dregið úr þátttökumiðum vetrarins. Athugið að aðeins þeir sem eru á staðnum eiga möguleika á verðlaunum. Einnig munum við veita verðlaun fyrir flottasta skráningarmiða vetrarins en keppendur hafa sumir hverjir fyllt miðana út af mikilli vandvirkni.

Varðandi Kölnarferðin í haust þá eru núna 20 manns búnir að skrá sig og næstu skref eru að ganga frá hóteli. Við erum að skoða hótel í grennd við marksvæðið og eru þau ci. 2km frá sjálfri miðborginni og aðalverslunargötu Kölnar. Er mjög líklegt að hótel nærri starti/marki verði ofan í vali. Meira um þetta síðar en stefnt er á sérstakan fund fyrir Kölnarfara.

Má til með að nefna tilboð hjá Afreksvörum á New Balance skóm þessa vikuna, New Balance 1060 og New Balance 760 á aðeins kr. 15.990.- aðeins þessa einu viku.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Síðasta Atlantsolíuhlaupið í vetur

  1. Bakvísun: Léttir sprettir « Ullarsokkurinn

Lokað er á athugasemdir.