Æfingar

Í síðustu viku hafði veðrið mikil áhrif á æfingarnar og því miður var ekki hægt að taka spretti úti vegna leiðindafærðar. Á morgun þriðjudag stefnum við á að hlaupa fartlek og ef brautin er ekki auð þá finnum við hentuga götu til að vera á. Annars var mætingin í síðustu viku fín miða við aðstæður.

Ég vil ennfremur minna alla þá sem ekki hafa svarað könnun hlaupahópsins að senda Steini póst (steinn.johannsson@gmail.com) og fá senda vefslóðina.
Í næstu viku verðum við með síðasta hlaupið í hlaupaseríu Atlantsolíu og FH og föstudaginn 25. mars veitum við verðlaun í Kaplakrika fyrir samanlagðan árangur í stigakeppninni. Eru þátttakendur hvattir til að mæta því í boði verða glæsileg útdráttarverðlaun fyrir alla sem tóku þátt.

Má til með að velja athygli á frábæru tilboði Afreksvara á Garmin Forerunner 305 sem er vinsælasti og mest seldi GPS hlaupamælirinn. Afreksvörur bjóða hann núna á kr. 34.990-. Það er miklu skemmtilegra að hlaupa með hlaupamæli og fá ýmsar upplýsingar um æfingar. Einnig er sérstakt tilboð á CEP súrefnissokkum þessa dagana en aflsáttarverð er kr. 5900- (fullt verð kr. 7900-).
Einnig má minnast á afsláttinn sem félagar í HHFH fá í Afreksvörum eða 15% af öllum vörum.

Sjáumst á næstu æfingu.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.