Kölnarferð

Félagar eru minntir á að svara könnun sem var send út vegna Kölnarferðar. Allir félagar eru beðnir um að svara því einnig er spurt um markmið þessa árs. Hægt er að nálgast vefslóðina inn á könnunina hjá Steini (steinn.johannsson@gmail.com)
Á þessum tímapunkti hafa 16 manns staðfest að þeir ætli að fara og stefnir helmingur félagsmanna á heilt maraþon. Stefnt er að því að fara út föstudaginn 30. sept. og heim þriðjudaginn 4. október. Flogið verður til Frankfurt en varðandi hótel þá er verið að skoða hvað er hagstæðast. Frekar fréttir síðar.

Sjáumst annars hress á næstu æfingu.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.