Mér finnst rigningin góð

Þrátt fyrir rigningahraglanda var ágætis mæting á æfingu.  Hópur eitt fór í langa spretti á brautinni og svo styrktaræfingar og teygjur á eftir á meðan hópur tvö fór Setbergshring og tók tvo tempókafla.

Næstkomandi fimmtudag er Actavishlaupið. Þau ykkar sem ekki ætla sér að hlaupa eru hvött til hjálpa til og aðstoða við framkvæmdina.  Það hefur myndast skemmtileg stemning í þessum hlaupum.  Látið þjálfara vita á næstu æfingum.

Jóhanna BerentsdóttirJóhanna Berentsdóttir var spurð að því hvernig henni hafi þótt æfingin og þjálfararnir:
Æfingin var skemmtileg eins og alltaf og fjölbreitt. Þjálfararnir eru skemmtilegir.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.