VIKA 4

Tíminn líður svo sannarlega hratt, vika fjögur gengin í garð.  Við höldum okkar striki og sækjum æfingar eins og enginn sé morgundagurinn. Veðurguðirnir hafa verið okkur sérlega hliðhollir í vetur og það er allt útlit fyrir að þeir haldi því áfram.

Á Hlaup.is er hægt að nálgast á þægilegan hátt hlaupadagskrá fyrir árið 2013.  Dagskráin var uppfærð fyrir skemmstu og eru löglega mæld hlaup merkt sérstaklega.

Búið er að opna fyrir skráningar í Laugavegshlaupið, Reykjavíkurmaraþonið og Miðnæturhlaup Suzuki.  Því fyrr sem gengið er frá skráningu því hagkvæmara er það, hægt er að spara sér þó nokkra þúsundkalla með því einu að vera tímanlega.  Skráning í þessi hlaup fer fram á marathon.is.

Sjáumst hress á æfingum – KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.