15th ANNUAL BOSTON VOLVO 5K

Hróður hlaupahóps FH berst víða.  Félagar  skreppa ekki í stutt frí út fyrir landsteinana án þess að skella sér í keppni – og er það vel, eiginlega bara frábært!

Eyvindur, Vilhelmína, Fanney og Bjarni tóku sér frí frá menningu Bostonborgar og tóku þátt í 15. Boston – Volvo 5 km. hlaupinu sem haldið var 22. nóvember sl.

Fréttaritari hafði upp á þeim og fekk staðfest að þeim gekk ljómandi vel og PB lágu í valnum hjá þremur af fjórum, þrátt fyrir krefjandi braut með töluvert af brekkum.

Þátttakendur fengu forláta hlaupahanska með skáningagögnum og var haft orð á því að tískustuðull Hafnfirðinga væri töluvert hærri en Bostonbúa.

Látum tímana fylgja með:
Eyvindur 18:26
Bjarni  23:41
Vilhelmina  27:01
Fanney  27:26

Við óskum þeim til hamingju með flott hlaup.

Úrslit hlaupsins má sjá hér.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.