Ofþjálfun – fræðslufundur á vegum Framfara

Fræðslufundur á vegum Framfara verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni Laugardal við Engjaveg 3. hæð fimmtudaginn 22. nóv. kl. 19:30. Aðgangseyrir 1000 kr.

Ofþjálfun; einkenni, meðferð, forvarnir

Kl. 19:30 – 21:00 Salur D

  • Þórarinn Sveinsson, dósent við sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands
  • Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur, næringarráðgjafi, íþrótta næringarfræðingur
  • Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur Landspítala, dósent við Háskólann í Reykjavík

Farið verður yfir lífeðlisfræðilega kenningar og skýringar á ofþjálfun og hugmyndir um forvarnir, greiningar og meðferðir ræddar út frá því. Er hægt að greina ofþjálfun út frá andlegum einkennum? Hvernig má hindra ofþjálfun út frá sálfræðilegum og hugarfarslegum þáttum og hvernig skal meðhöndla ofþjálfun. Kemur svefn og hvíld við sögu. Hvernig tengist næring ofþjálfun og eða ofþjálfunareinkennum og má draga úr líkum á ofþjálfun með réttri næringu.

Um Framfarir
Framfarir eru hollvinafélag millivegalengda- og langhlaupara sem hefur það markmið að styðja við bakið á langhlaupurum á Íslandi með fræðslu og viðburðum. Leggja þannig grunninn að frábærum árangri íslenskra hlaupara í lengri vegalengdum í framtíðinni samhliða því að auka meðvitund um það hversu góð heilsurækt felst í hlaupaþjálfun og útiveru.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.