Félagar í Hlaupahóp FH hafa undanfarið tekið þátt í tveimur keppnishlaupum, Poweradehlaupinu síðastliðinn fimmtudag en þar kepptu rúmlega 20 manns og svo mættu 17 manns í Kaldársselshlaupið sem fór fram sunnudaginn 12. des. Úrslit er hægt að skoða inn á www.hlaup.is
Nýrri heimasíðu hlaupahópsins hefur verið tekið vel og hvetjum við sem flesta til að skrá sig inn á www.hlaup.com og haka við Leyfi RSS undir Prófíll. Nánari leiðbeiningar er hægt að fá með því að smella á Hreyfing hér efst á síðunni.
Ný æfingaáætlun er kominn á vefinn og næstkomandi fimmtudag ætlar Sveinbjörn sjúkraþjálfari, félagi okkar í hlaupahópnum, að taka allan hópinn í teygjuæfingar. Við stefnum að því að byrja teygjuæfingarnar kl. 18:20. Eru allir hvattir til að mæta og fá kennslu í því hvaða teygjur er nauðsynlegt að gera og hvernig á að framkvæma þær.
Sjáumst á æfingu á þriðjudag.