Þriðjudaginn 21. desember ætlum við að halda jólaæfingu. Við hittumst að venju klukkan 17:30 og hlaupum létt saman í 3o mín að heimili Hrannar (Suðurgata 92) sem ætlar að bjóða upp á heitt súkkulaði og smákökur. Hvetjum við félaga til að klæðast jólasveinahúfum í tilefni dagsins. Eftir æfingu er svo tilvalið að bregða sér í Suðurbæjarlaug og slaka á í pottunum.
Vonast þjálfarar til að sjá sem flesta mæta og eiga góða stund saman. Á Þorláksmessu verður ekki æfing en þess í stað hvetjum við félaga til að mæta á miðvikudeginum í Kaplakrika kl. 17:30 og taka æfingu.