Ný heimasíða Hlaupahóps FH

Ný heimasíða Hlaupahóps FH hefur litið dagsins ljós. Heiðurinn af uppsetningu síðunnar eiga þeir Helgi Hinriksson og Steinn Jóhannsson.
Nýja síðan er töluvert frábrugðin þeirri fyrri og er vonandi að félagar taki nýju síðunni vel og skoði hana reglulega (og setji í favorites).

Félagar í hópnum eru hvattir til að skrá sig inn á www.hlaup.com og virkja RSS-fítus undir profile þannig að æfingar varpist á heimasíðuna undir Hreyfing.
Á síðunni má einnig sjá flipa sem heitir Hlaupaleiðir og heiðurinn af kortunum á Hermann Hermannsson, félagi í hlaupahópnum, en hann hefur sett upp allar helstu hlaupaleiðir og mun halda áfram að bæta við fleiri hlaupaleiðum á næstunni. Ætti þetta að nýtast öllum í hópnum sem ekki eru vissir á hlaupaleiðunum sem hópurinn fer reglulega.

Annars hvetjum við sem flesta til að mæta í Powerade næstkomandi fimmtudag og skrá sig undir merkjum Hlaupahópsins.
komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.