VIKA 4

HLAUPASERÍA ATLANTSOLÍU OG FH
Fyrsta keppnin fer fram næstkomandi fimmtudag, 26 janúar. Hlaupin eru þrjú talsins, 5. km., og eins og í fyrra er hlaupið meðfram strandlengjunni í Hafnarfirði. Ræst er fyrir utan höfuðstöðvar Atlantsolíu að Lónsbraut í Hafnarfirði.

Skráningarfyrirkomulag er það sama og í fyrra og í Powerade-hlaupunum. Hægt er að kaupa skráningarmiða frá kl. 18:00 á keppnisstað eða í forsölu í verslun TRI.is að Suðurlandsbraut 32.  Verð kr. 500. fyrir hvert hlaup.

Glæsileg verðlaun í boði fyrir sigurvegara seríunnar og þá sem sigra í aldursflokkum sem og fjöldi útdráttarverðlauna í boði á lokahófi seríunnar.

Á þriðjudagsæfingunni getum við félagar keypt okkur skráningarmiða.

Ef einhver ætlar ekki að taka þátt, en hefur tök á, er um að gera að hjálpa til við framkvæmd hlaupsins.  Öll aðstoð er vel þegin þegar hlaupið fer fram.

STJÓRN HLAUPAHÓPS FH SKIPUÐ
Í samráði við þjálfara hefur verið skipuð stjórn HHFH sem mun vera
þjálfurum til halds og trausts og hjálpa þeim að halda utan um starfið
sem fer sívaxandi.
Stjórnina skipa eftirfarandi:
Finnur Sveinsson
Sveinbjörn Sigurðsson
Þorbjörg Ósk Pétursdóttir
Fulltrúi frjálsíþróttadeildar FH og þjálfarar hópsins

Nánari upplýsingar koma síðar um það sem er helst á döfinni og hvað við
stefnum á að hafa sem aðalhlaupin okkar í sumar.

VIKUÁÆTLUNIN
Vikuáætlunin er komin á netið.  Munum að klæða okkur eftir veðri og vindum.  Ekki er ólíklegt að gormar komið að góðum notum.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.