Íslandsmeistaramót öldunga í Laugardalshöll 13. og 14. febrúar

FrjálsarNæstu helgi, 13. og 14. febrúar verður haldið íslandsmeistarmót öldunga í Laugardagshöll.
Stjórn og þjálfara hvetja alla FH-inga til að mæta og taka þátt en FH mun borga þátttökugjöld fyrir alla FH-inga. Síðustu ár hafa FH-ingar fengið bikarinn og auðvitað stefnum við á að halda bikarnum í Kaplakrika. Allir sem mæta frá FH gefa liðinu stig.

Á Meistaramóti öldunga verður keppt í eftirfarandi aldursflokkum beggja kynja: 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri, auk 30-34 ára flokks kvenna.

Keppendur raðast í aldursflokka miðað við afmælisdag, þannig verða t.d. yngstu keppendur í kvennaflokki fyrri daginn, laugardag, fæddir fyrir 13. febrúar 1986.

Fyrirkomulag keppni:

Mótið hefst báða daga kl. 10:00, áætlað er að því ljúki kl. 13:00, báða dagana. Nafnakall fer fram á keppnisstað 15 mínútum fyrir hverja grein. Keppt verður í eftirtöldum keppnisgreinum:

60 m, 200 m, 800 m, kúluvarp, langstökk og hástökk, fyrri daginn og 60 m grind, 400 m, 3000 m, þrístökk, stangarstökk og lóðkast seinni daginn. Drög að tímaseðli má finna í mótaforriti FRÍ.

Skráning:

Opnað hefur verið fyrir skráningu í mótaforriti FRÍ. Opið er fyrir skráningu keppenda til miðnættis fimmtudag 11. febrúar. Einnig er mögulegt að senda skráningu á netfangið oskar.hlynson@toyota.is Þá er hægt að skrá sig á staðnum 30 mínútum áður en mótið hefst.

Þátttökugjald er 1500 kr. á hverja grein, en að hámarki 4500 kr, sem greiðist áður en keppni hefst. Hægt er að leggja keppnisgjald inn á reikning frjálsíþróttadeildar Fjölnis 0114-26-000347 kt.690193-3379. Vinsamlegast sendið samhliða tilkynningu um greiðslu á netfangið hreinn.olafsson@reykjavik.is

Verðlaun verða samkvæmt venju afhent á staðnum fyrir þrjú efstu sæti í hverjum aldursflokki. Keppendum er hollt að hafa í huga að kapp er best með forsjá og aðeins þeir sem komast í mark í hlaupagreinum eiga möguleika á verðlaunum.

Áfram FH

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.