Þriðjudagsæfingin

Samkvæmt venju þegar æfingadagar lenda á frídegi, verður æfing kl 10:00 á þriðjudaginn 17 júní.
Engin þjálfari verður á staðnum en skv. æfingplani er hin ofurvinsæla Yasso æfing á dagskrá hjá hópum 1 og 2. Hópur 1: 10x800m og er hvíldin að skokka í jafn langan tíma og það tekur að hlaupa 800. Hópur 2: 6×800 m., hvíld skokka í jafn langan tíma og það tekur að hlaupa 800. Hópur 3 er að taka sínu fyrstu SPRETT æfingu sem er 2x400m. með 60 sek. hvíld á milli. Ath á að vera erfitt EKKI vont.
Allir hópar, hita aðeins upp, hlaupa síðan mjög rólega Fjarðarkaupshringinn  í upphitun, þá sprettir og síðan niðurskokk.

Þeir byrjendur sem treysta sér til geta tekið 50% af æfingu hóps 2
Gleðilega þjóðhátíð

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.