ÍR samskokk – Afmælishátíð – 17.maí

Sælir félagar
Sjálfsagt hafið þið einhversstaðar séð auglýsingu frá ÍR skokk um afmælishátíðina sem verður 17.maí nk.
Þá höfum við boðið öllum hlaupahópum að koma í samskokk frá Austurbergi og er stefnan sett á Heiðmörk.
Vil ég bjóða ykkur sérstaklega að koma og hlaupa með okkur þennan dag.

Farið verður af stað frá Austurbergi/Sundlauginni klukkan 09:00 og boðið upp á 4 vegalengdir.
8-12-17 og 22 km, 17 og 22 teknir frá staðnum og hlaupið í Heiðmörk og til baka; 8 og 12 km þá verður sameinast í bíla og keyrt að Elliðavatni og þar hlaupnir hringir í Heiðmörkinni.

Að loknu hlaupi verða glæsilegar veitinga fyrir hlaupara.

Vonast til að sjá ykkur sem flest.

Kv. Felix

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.