Félagsgjöld, uppskeruhátíð og vorkvöld Intersports

Minnum á gjöldin en fyrra félagsgjald ársins, að upphæð 6000 kr., er nú komið í heimabanka félagsmanna og er gjalddagi 8. apríl.

Svo minnum við á uppskeruhátíð hlaupaseríu FH og Actavis sem er í kvöld kl. 20 í Krikanum. Aldursflokkaverðlaun, útdráttarvinningar og léttar veitingar í boði.

Síðan er tilvalið að skella sér á vorkvöld Intersports á morgun milli kl. 19 og 21. 25% afsláttur af ÖLLUM VÖRUM ásamt fjölda góðra tilboða. Þeir sem eiga eftir að ná sér í afsláttarkort Intersport geta nálgast það hjá Tobbu á æfingu á morgun.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.