Mottumars – styrktarhlaup Hauka

Í stað hefðbundinnar æfingar laugardaginn 22. mars ætlar skokkhópur Hauka að vera með sérstakt styrktarhlaup með frjálsri aðferð (hlaupa, ganga, hjóla o.s.frv). Mæting er kl. 9:00 á Ásvöllum.

Aðgangseyrir er 1000 kr. eða frjáls framlög.

Hlaupafélagar FH eru hvattir til að fjölmenna og  vera með í þessu frábæra framtaki nágranna okkar og er fólk beðið um að skarta mottum, bindum, slaufum eða öðru skemmtilegu.

Fjölmiðlar mæta á staðinn og tekin verður hópmynd.

Að æfingu lokinni er öllum boðið frítt í Ásvallalaug. Eftir sund eða kl. 13:00 verða léttar veitingar í boði á Ásvöllum.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.