Skráning í rútu í Snæfellsjökulshlaupið er hafin. Verð fyrir félagsmenn er 1000 kr og utanfélags 3000 kr.
Við stefnum á að fylla 40 manna rútu og er mikilvægt að skrá sig sem allra fyrst. Skráning í er til 15. júní.
Sendið póst á Sveinbjörn og tiltakið fjölda sveinbjorn@sjukrathjalfarinn.is
Ferðatilhögun:
Mæting við Kaplakrika 8.45 Laugardaginn 29 júni. Ekið að Arnarstapa, þaðan sem hlaupið er. Frá Ólafsvík er farið til baka að hlaupi loknu um klukkan 15.00-16.00.
Munið að skrá ykkur sjálf í hlaupið á hlaup.is. Snæfellsjökulshlaupið var valið hlaup ársins 2012 á hlaup.is
Hlökkum til að sjá ykkur.