VIKA 44

Á uppskeru/árshátíð hlaupahópsins voru veitt framfaraverðlaun í hópi kvenna og karla og einnig voru útnefnd hlaupari ársins í karla og kvennaflokki.

Framfaraverðlaunin hlutu þau Herdís Rúnarsdóttir og Magnús Waage.  Þau eru svo sannarlega vel það þessu komin.  Því miður var Magnús ekki með okkur á föstudagskvöldinu, en hann fær verðlaunin afhent á næstu æfingu.  Á myndinn er Herdís ásamt þeim Hrönn og Pétri þjálfurum hópsins.

Hlaupari ársins í kvennaflokki var Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og í karlaflokki  Frileifur Friðleifsson.

Þau voru óþrjótandi að taka þátt í keppnum á árinu og eru svo sannarlega flottir fulltrúar og fyrirmyndir.  Við óskum þeim til hamingju.

Svona árshátið er ekki hrist fram úr erminnin á einum degi.  Það voru framúrskarandi félagar sem tóku að sér að koma þessu öllu saman og verður þeim seint þakkað nægilega fyrir.

Myndirnar tók félagi Guðni Gíslason.

Eins og tilkynnt var í síðustu viku þá er búið að ráða Ingólf Arnarson í þjálfarateimið. Jafnframt mun Þórunn Unnarsdóttir taka að sér að sjá um teygjur á þriðjudögum.  Það er um að gera að nýta sér þessa leiðsögn.

Æfingaáætlunin er komin á sinn stað.

Það er ekki úr vegi að benda á “HORNIД hér fyrir ofan.  Þar er búið að setja inn ýmislegt þarflegt fyrir okkur hlaupara.  Eins eru allar ábendingar vel þegnar.

Þetta verður frábær vika.  KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.