AMSTERDAM 2013 – nýr þjálfari og teygjur

AMSTERDAM  20 október 2013
Það varð úr eftir mikla yfirlegu ferðanefndar að þetta væri hlaupið sem sem ætti að fá að njóta þess að við í Hlaupahóp FH mættum á staðinn.
Þarna er boðið uppá að hlaupa 8 km, 1/2 maraþon og maraþon.

Ferðanefndin vildi koma þessu sem fyrst á kortið þó enn sé verið að vinna í því að fá tilboð í flug og gistingu, þar sem nokkuð margir eru farnir að huga að Maraþoni á næsta ári.

NÝR ÞJÁLFARI
Það er búið að ganga frá ráðningu Ingólfs Arnarssonar sem nýs þjálfara við hlið Péturs og Hrannar. Ingólfur er hokinn af hlaupareynslu og ánægjuefni að fá hann í þjálfarateymið.

Teygjur
Þórunn Unnarsdóttir ætlar að vera með teygjur eftir æfingar á þriðjudögum í vetur.  Það er verið að skoða hvort við getum fengið aðstöðu annarsstaðar en i anddyrinu í kaplakrika.  Nánari upplýsingar síðar.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.