Meistaramót öldunga

Næstu helgi er skemmtilegt innanhússmót í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardag, kl. 10-13 báða dagana.

Hlauparar geta t.d. keppt í 60m. 200 m. 400m. 800m. og 3000m.

Fyrirkomulag keppni: Mótið hefst báða daga kl. 10:00, áætlað er að því ljúki kl. 13:00, báða dagana. Nafnakall fer fram á keppnisstað 15 mínútum fyrir hverja grein.

Á Meistaramótinu verður keppt í eftirfarandi aldursflokkum beggja kynja:
35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri, auk 30-34 ára flokks kvenna – raðað er í aldursflokka miðað við afmælisdag.

 Keppnisgreinar:

Laugardagur: 60m. 200m. 800m. kúluvarp, langstökk og hástökk.

Sunnudagur: 60m. grind, 400m. 3000m. þrístökk, stangarstökk og lóðkast.

Skráning: Opið er fyrir skráningu keppenda til miðnættis fimmtudag 22. janúar gegnum mótaforrit FRÍ (þarfnast innskráningar). Einnig er mögulegt að senda skráningu á netfangið skraning@frjalsar.is. Þá er hægt að skrá sig á staðnum 30 mínútum áður en mótið hefst.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti í hverjum aldursflokki

Minnum svo á fyrirlestur og afmæli HHFH í kvöld upp í Kalpalkrika. Gleðin hefst kl. 20. Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Meistaramót öldunga

Afmæli Afmæli Afmæli Afmæli

Hlaupahópur FH 5 ára

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Afmæli Afmæli Afmæli Afmæli

Tilkynning frá Skokkhóp Hamars

Kæru samskokkarar.

Við hjá Skokkhóp Hamars viljum vekja athygli á breytingum sem verða hjá okkur þetta árið þ.e.

  1. Grafningshlaupið hættir
  2. Hamarshlaupið verður að Hengli-ultra
  3. Ný hlaupasería kemur í stað Grafningshlaups og Hamarshlaups

Gaman væri að sjá ykkur á æfingum hjá okkur í sumar bæði til að æfa fyrir þessi hlaup ásamt því að hlaupa í skemmtilegu umhverfi með (mis) skemmtilegu fólki J
Við hlaupum frá sundlauginni í Hveragerði (Laugarskarði) alla laugardaga fram til 1.mars kl 10:00 og eftir 1.mars alla laugardaga 9:30
Þið getið einnig bent fólkinu ykkar á facebook síðuna okkar „Skokkhópur Hamars“.
Pétur s:844-6617 pif17@simnet.is

————————————————————————————————————————————-

 Ný hlaupasería

Fyrirkomulag

  • Hlaupið byggist á fjórum hlaupum þ.e. þremur eins hlaupum sem eru um 20 km. og að lokum verður hlaupin stysta vegalengdin í Hengilshlaupinu (25 km.)
  • Skráning er á staðnum við hvert 20 km. hlaup
  • Skráning er á staðnum eða á hlaup.isí 25 km. vegalengdinni
  • Hver keppandi fær afhendan miða í upphafi hvers hlaups sem hann fyllir út með nafni o.fl. skilar svo miðanum þegar hann kemur í mark (sama fyrirkomulag og Poweradehlaupið)

Verð

  • 500     krónu þáttökugjald í hvert 20 km. hlaup
  • 6.000     krónur í 25 km. Hengilshlaupið (fjórða og seinasta hlaup seríunnar)
  • 4.500     krónur í 25 km. Hengilshlaupið ef þú hefur tekið þátt í öllum þremur 20 km. hlaupunum

Dagssetning hlaupanna

  1. 18. apríl kl 10:00 (20 km.)
  2. 16. maí kl 10:00 (20 km.)
  3. 17. júní kl 10:00 (20 km.)
  4. 25. júlí Kl 12:00 (25 km.) Hengill-ultra

————————————————————————————————————————————

Hengill-ultra

Þetta er fjórða árið sem Hengill-ultra er haldinn. Fyrsta árið var hlaupin lengsta vegalengdin annað árið var hlaupin bæði 50 km. og 50 mph. og í fyrrasumar bættist svo við 25 km. Vegalengdin (var Hamarshlaupið).

Fyrirkomulag

  • Hlaupnar eru þrjár vegalengdir  25 km . 50 km. og 50 mph.
  • Skráning fer fram á hlaup.is í allar vegalengdir
  • Skráningu líkur viku fyrir hlaup

Verð

  • 25 km. 6.000
  • 50 km. 12.000
  • 50 mph. 17.000

Dagsetning og tími

  • 25 km. 25. júlí kl. 12:00
  • 50 km. 25. júlí kl. 09:00
  • 50 mph. 25. júlí kl. 05:00

Kærar kveðjur

Skokkhópur Hamars 

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Tilkynning frá Skokkhóp Hamars

Hlauparöð FH og Atlantsolíu 2015

Kæru hlaupafélagar og allt hlaupafólk, gleðilegt nýtt ár !

Ótrúlegt en satt … árið 2014 er liðið … og þá er kominn tími fyrir Hlauparöð FH og Atlantsolíu.

Bráðskemmtilegt 5km hlaup fyrir alla aldurshópa. Eins og stendur neðst í auglýsingunni hér á eftir byrjar skráning 1 klst fyrir hvert hlaup.

Hlauparöð FH og Atlantsolíu 2015-Tilkynning

 

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hlauparöð FH og Atlantsolíu 2015

Æfingar yfir jól og áramót

Æfingar næstu daga verða með aðeins óhefðbundnara sniði en vanalega. Á morgun 23. des verður ekki formleg æfing en hvetjum auðvitað alla til að mæta, knúast og kannski hlaupa aðeins. Annan í jólum eða 26. des. ætlar skokkhópur Hauka að bjóða hlaupafélögum HHFH (og öllum hinum) í sitt árlega Kirkjuhlaup. Hist verður tímanlega við Ástjarnarkirkju og lagt af stað í hlaupið kl. 10:30. Þetta er ekkert keppnis, heldur bara til að njóta. Hlaupinn verður ca. 14 km. hringur og komið við hjá helstu kirkjum og kapellum Hafnarfjarðar.

Hefðbundin æfing verður síðan 27. og 30. des. og gamlárshlaup ÍR verður á sínum stað 31. des. sjá hér. Halda áfram að lesa

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Æfingar yfir jól og áramót

Kirkjuhlaup í Hafnarfirði ANNAN í jólum

VIÐ SKOKKUM Í FRIÐI OG SPEKT – ALLIR VELKOMNIR
Kirkjuhlaup í Hafnarfirði ANNAN í jólum.
Skokkhópur Hauka býður öllum í Kirkjuhlaup.
Við hittumst tímanlega við Ástjarnarkirkju en leggjum af stað í hlaupið kl. 10:30.
Í fyrra skokkuðu um 80 ferskir hlauparar með okkur alls staðar að.
Þetta er ekkert keppnis, heldur bara til að njóta. Hlaupinn verður ca 14 km hringur og komið við hjá helstu kirkjum og kapellum Hafnarfjarðar.
1. Ástjarnarkirkja.- Byrjað á stuttri hugvekju frá prestinum.
2. Kapellan í Hafnarfjarðarkirkjugarði.
3. Kaþólska Kirkjan í Hafnarfirð.
4. Klaustrið.
5. Fríkirkjan í Hafnarfirði.
6. Víðistaðakirkja.
7. Garðakirkja.
8. Hafnarfjarðarkirkja.
9. Ástjarnarkirkja – Endum á Kaffi, kakó og með því.

Ef allt er hlaupið er þetta um 14,5km.
Afar auðvelt er að stytta að vild, sérstaklega áður en hlaupið er að Garðakirkju (styttir hlaupið niður í 10km).
ALLIR HLAUPA Á SÍNUM HRAÐA OG NJÓTA.

FRIÐUR – ÁST – UMHYGGJA – HLAUP

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Kirkjuhlaup í Hafnarfirði ANNAN í jólum

Jólaljósahlaup HHFH 18.des

Jólaljósahlaupið er árlegur viðburður í Hlaupahópi FH. Félagar koma saman, jafnvel klæddir í jólasveinabúning, með skotthúfur eða jafnvel jólaljós á sér og hlaupa saman góðan hring og fá svo veitingar á eftir

Hvetjum alla félaga til að mæta í jólaskapi

JOLALJOSAHLAUP 2014

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Jólaljósahlaup HHFH 18.des

Æfingaáætlun 8.-14.des

8.-14.desÞá er bara að fara að mæta…

! MUNIÐ POWERADE Á FIMMTUDAGINN OG KALDÁRHLAUPIÐ Á SUNNUDAGINN !

 

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Æfingaáætlun 8.-14.des

Jóla lagersala

Jóla lagersala Scanco á morgun , fimmtudag og föstudag í Sundaborg 5 ,2 hæð .

Nú er tækifærið að dressa sig upp fyrir hlaupaárið 2015

Download (PDF, 267KB)

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Jóla lagersala

Æfingaáætlun 1.-7.des

Þá er jólamánuðurinn hafinn og ennþá meiri ástæða til að hreyfa sig. Munið að klæða ykkur eftir veðri, vera með öryggið á oddunum/gormunum og vera skínandi flott !1.-7.des

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Æfingaáætlun 1.-7.des