Tilkynning frá Skokkhóp Hamars

Kæru samskokkarar.

Við hjá Skokkhóp Hamars viljum vekja athygli á breytingum sem verða hjá okkur þetta árið þ.e.

  1. Grafningshlaupið hættir
  2. Hamarshlaupið verður að Hengli-ultra
  3. Ný hlaupasería kemur í stað Grafningshlaups og Hamarshlaups

Gaman væri að sjá ykkur á æfingum hjá okkur í sumar bæði til að æfa fyrir þessi hlaup ásamt því að hlaupa í skemmtilegu umhverfi með (mis) skemmtilegu fólki J
Við hlaupum frá sundlauginni í Hveragerði (Laugarskarði) alla laugardaga fram til 1.mars kl 10:00 og eftir 1.mars alla laugardaga 9:30
Þið getið einnig bent fólkinu ykkar á facebook síðuna okkar „Skokkhópur Hamars“.
Pétur s:844-6617 pif17@simnet.is

————————————————————————————————————————————-

 Ný hlaupasería

Fyrirkomulag

  • Hlaupið byggist á fjórum hlaupum þ.e. þremur eins hlaupum sem eru um 20 km. og að lokum verður hlaupin stysta vegalengdin í Hengilshlaupinu (25 km.)
  • Skráning er á staðnum við hvert 20 km. hlaup
  • Skráning er á staðnum eða á hlaup.isí 25 km. vegalengdinni
  • Hver keppandi fær afhendan miða í upphafi hvers hlaups sem hann fyllir út með nafni o.fl. skilar svo miðanum þegar hann kemur í mark (sama fyrirkomulag og Poweradehlaupið)

Verð

  • 500     krónu þáttökugjald í hvert 20 km. hlaup
  • 6.000     krónur í 25 km. Hengilshlaupið (fjórða og seinasta hlaup seríunnar)
  • 4.500     krónur í 25 km. Hengilshlaupið ef þú hefur tekið þátt í öllum þremur 20 km. hlaupunum

Dagssetning hlaupanna

  1. 18. apríl kl 10:00 (20 km.)
  2. 16. maí kl 10:00 (20 km.)
  3. 17. júní kl 10:00 (20 km.)
  4. 25. júlí Kl 12:00 (25 km.) Hengill-ultra

————————————————————————————————————————————

Hengill-ultra

Þetta er fjórða árið sem Hengill-ultra er haldinn. Fyrsta árið var hlaupin lengsta vegalengdin annað árið var hlaupin bæði 50 km. og 50 mph. og í fyrrasumar bættist svo við 25 km. Vegalengdin (var Hamarshlaupið).

Fyrirkomulag

  • Hlaupnar eru þrjár vegalengdir  25 km . 50 km. og 50 mph.
  • Skráning fer fram á hlaup.is í allar vegalengdir
  • Skráningu líkur viku fyrir hlaup

Verð

  • 25 km. 6.000
  • 50 km. 12.000
  • 50 mph. 17.000

Dagsetning og tími

  • 25 km. 25. júlí kl. 12:00
  • 50 km. 25. júlí kl. 09:00
  • 50 mph. 25. júlí kl. 05:00

Kærar kveðjur

Skokkhópur Hamars 

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.