Laugavegurinn 2014

Þau lögðu af stað um miðja nótt úr bænum í fylgd hans Gísla okkar Guðmundssonar. Stoppuðu á leiðinni, snæddu morgunnmat og fræddust um örnefni og staðahætti. Rigningin var töluverð en það fékk lítið á hópinn okkar enda vanur og vel undirbúinn hópur þarna á ferð. Það væri ekki rétt ef maður segði að ferðin hefði gengið áfallalaust fyrir sig en ýmislegt gekk á hjá hópnum okkar m.a. tognun eftir 400 metra, krampar í vöðvum og gömul og ný meiðsl að hrjá suma en… ÖLL komu þau með bros á vör í mark eftir 55 km ferðalag frá Landmannalaugum í Húsadal í Þórsmörk. Ferðalag sem er ekki öllum fært að fara og því mikið afrek og algjör forréttindi að fara þetta. Það er sko ekkert sjálfgefið að komast alla þessa leið hlaupandi á örfáum klukkutímum.
Þess má sérstaklega geta að Erla vann sinn aldursflokk og erum við endalaust stolt af henni sem og af þeim öllum: Önnu, Erlu, Ingu, Jóni Gunnari, Kristjáni, Sigga og Viktori.
Stuðningsmannaliðið sem mætti hópnum var ekki laust við að blandast inn í stemminguna og tilfinningar hlaupafélaganna enda ekki annað hægt. Stolt var eiginlega það fyrsta sem fólk upplifði fyrir utan spennu og gleði og stutt var í gleðitárin.
Talsvert af myndum eru komnar inn á fésbókina okkar og hvet ég fólk til að skoða þau skemmtilegu skot af mögnuðum augnablikum úr hlaupinu sem og fyrir og eftir hlaupið.

Hér á eftir er slóð á úrslitin úr hlaupinu: http://marathon.is/urslit-laugavegshlaupidh/urslit-2014

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Laugavegurinn 2014

Æfingaáætlun 14-20.júlí

ÁFRAM MEÐ SMÉRIÐ – ALLIR ÚT AÐ HLAUPA :d :d

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Æfingaáætlun 14-20.júlí

Æfingaáætlunin 7.-13.júlí

Nú er heldur betur kominn titringur í mannskapinn og Laugavegurinn verður tekinn með stæl um næstu helgi. Sá hópur mun taka þessa viku rólega á meðan Jökulsárfarar og fleiri taka spretti og jafnvel keppa í Ármannshlaupinu á miðvikudaginn.
Allt að gerast hjá Hlaupahópi FH 🙂

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Æfingaáætlunin 7.-13.júlí

Æfingaáætlun 30.júní-6.júlí

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Æfingaáætlun 30.júní-6.júlí

Félagakynningin heldur áfram

Þá höldum við loksins áfram með félagakynninguna en hún hefur legið niðri um nokkurt skeið. Vonumst við til að geta birt kynningar með 1-3 vikna millibili framvegis.
Vonandi hafa flestir gaman að þessu og kynnast fólki aðeins betur og svo eru aðrir sem loksins tengja saman andlit og nafn.
Fyrsta félagakynningin þetta árið er af engri annarri en norskíslensku vinkonu okkar henni Birgit.
Smellið á “Félagakynning” hér fyrir ofan til hægri og lesið ALLT um hana 🙂

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Félagakynningin heldur áfram

Æfingaáætlun 23.-29.júní

HÓPAR 1-3:

Berlínarfarar:

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Æfingaáætlun 23.-29.júní

Þriðjudagsæfingin

Samkvæmt venju þegar æfingadagar lenda á frídegi, verður æfing kl 10:00 á þriðjudaginn 17 júní.
Engin þjálfari verður á staðnum en skv. æfingplani er hin ofurvinsæla Yasso æfing á dagskrá hjá hópum 1 og 2. Hópur 1: 10x800m og er hvíldin að skokka í jafn langan tíma og það tekur að hlaupa 800. Hópur 2: 6×800 m., hvíld skokka í jafn langan tíma og það tekur að hlaupa 800. Hópur 3 er að taka sínu fyrstu SPRETT æfingu sem er 2x400m. með 60 sek. hvíld á milli. Ath á að vera erfitt EKKI vont.
Allir hópar, hita aðeins upp, hlaupa síðan mjög rólega Fjarðarkaupshringinn  í upphitun, þá sprettir og síðan niðurskokk.

Þeir byrjendur sem treysta sér til geta tekið 50% af æfingu hóps 2
Gleðilega þjóðhátíð

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Þriðjudagsæfingin

20% afsláttur hjá Sportís

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við 20% afsláttur hjá Sportís

! JÖKULSÁRHLAUPIÐ ATH !

Þá er allt að verða klárt fyrri norðan, búið að byggja eða því sem næst hótelið. Erum með 25 herbergi og þar af 8 sem eru 3ja manna. Væri mjög gott að þau sem hefðu áhuga á vera 3 saman í herbergi létu mig vita. Verðið er ennþá 20 þús og 25 þús fyrir utanfélags.
Innifalið: Rútan frá Hópbílum, bílstjóri Þórður hlaupafélagi.
Gisting í uppábúnum rúmum 2 nætur. Morgunmatur 2x og kvöldverður á laugardagskvöldið: lambalæri, ís og kaffi. Skemmtilegheit um kvöldið og frameftir.

Þið sem farið á eigin vegum þá er hægt að borða með okkur á laugardagskvöldið, var reyndar ekki búinn að fá verð í þann pakka, en það verður mjög sanngjarnt. Látið mig vita sem fyrst.

Vinsamlegast leggið inn á reikning Hlaupahópsins/frjálsar sem fyrst en þó eigi og alls ekki seinna en 1.júlí.
Til að gera auðveldara fyrir Tobbu að fylgjast með framgangi mála setjið þá skýringu JÖKULSHL. með.
0327-26-9036
kt.681189-1229

Bestu kveðjur og lifið heil.
sveinbjorn@sjukrathjalfarinn.is

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við ! JÖKULSÁRHLAUPIÐ ATH !

Gullspretturinn

Búið er opna fyrir skráningu í Gullsprettinn á Laugarvatni sem haldið verður laugardaginn 14. júní næstkomandi. Hlaupið er 8,5 km. langt og hlaupið er yfir móa og mýrlendi. Mjög skemmtilegt hlaup sem hentar öllum, bæði nýliðum jafnt sem lengra komnum. Hvetjum hlaupafélaga til að skrá sig SEM FYRST þar sem AÐEINS 200 MANNS komast að!! Hlaupið kostar 2.500 og  frítt í Fontana.

Um að gera að sameinast í bíla og fátt sem toppar það að eyða deginum í drullumallahlaupi!

Koma so

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Gullspretturinn