Fræðslufundur 2. nóv og árshátíð 12. nóv.

Fræðslufundur 2. nóv.
Framundan eru tveir stórir atburðir fyrir félaga í HHFH. Miðvikudaginn 2. nóvember höldum við fræðslufund fyrir félaga í fyrirlestrarsalnum í íþróttahúsi Setbergsskóla. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:00 og mun Steinar B. Aðalbjörnsson halda erindi um næringu og Kári Steinn Karlsson Íslandsmethafi í maraþonhlaupi segir frá æfingum og keppnum. Einnig verður fjallað um útbúnað og annað sem skiptir máli fyrir hlaup.
Í hléi mun vera vörukynning á vörum frá Compressport og SPIBELT. Nánar um vörurnar inn á www.ironviking.is

Árshátíð HHFH
Laugardaginn 12. nóvember ætlum við að halda árshátíð hlaupahópsins í Sjónarhóli í Kaplakrika og eru félagar hvattir til að fjölmenna og skemmta sér saman. Boðið verður upp á dýrindis kvöldverð og munu félagar aðeins greiða kr. 2500- fyrir fjórrétta máltíð. Verð fyrir maka er kr. 3500-.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði.
Eru allir hvattir til að skrá sig og eiga notalega og skemmtilega kvöldstund saman.
Smelltu hér til að skrá þig

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.