Það styttist í Jökulsárhlaupið – Allt á fullu

Það styttist í Jökulsárhlaupið sem verður 9.ágúst nk. og ekki seinna vænna en að reima á sig skóna og ná púlsinum upp fyrir þann sprettinn.
Svenni okkar, Sveinbjörn Sigurðsson, heldur utan um rútuferðir og gistinguna en þau ykkar sem komið með og sérstaklega þau ykkar sem ætla að hlaupa sjá um rest sjálf…að sjálfsögðu 😉
Þetta verður bara snilld !
Læt fylgja æfingaáætlun fyrir dagana 28.júlí – 3.ágúst fyrir ALLA konur og kalla.
28 juli-3 agust

Við óskum einnig verðandi Landvættum til hamingju með afrekið en þau þreyttu Urriðavatnssundið 26.júlí sl. og stóðu sig frábærlega að sjálfsögðu !
Nú svo hafa félagar verið iðnir við hlaup, göngur og hjólreiðar svo eitthvað sé nefnt og mannskapurinn því greinilega í hörku formi 🙂
Hlakka til að hitta ykkur öll aftur á æfingu eftir langt og frískandi sumarfrí.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.