Góður árangur á Gamlársdag

Þjálfarar óska öllum farsældar á nýju ári og megi 2011 verða enn betra en 2010.

Fjöldi félaga í hlaupahópnum keppti á síðasta degi ársins í Gamlárshlaupum sem voru bæði í boði í Hafnarfirði og í Reykjavík. Rúmlega 20 kepptu í Gamlárshlaupi ÍR og voru margir að enda árið á persónulegu meti í 10km. Fyrstur af körlum var Friðleifur sem hljóp á 36,08 mín sem er persónulegt met. Í kvennaflokki hljóp María Kristín á 40,55 mín og varð hún í fjórða sæti. Annars voru allir að standa sig frábærlega vel. Öll úrslit er hægt að nálgast inn á www.hlaup.is

Í lok janúar hefst hlaupasería Atlantsolíu og FH og hvetjum við sem flesta í hópnum til að mæta og taka þátt. Vegalengdin er 5km og ætti að henta sem flestum.

Sjáumst hress á æfingu á þriðjudag.
komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.