Æfingar

Ný æfingaáætlun er komin á vefinn. Þessa vikuna (á þriðjudag) hlaupum við tempóæfingu á brautinni sem miðar við tempó sem er aðeins hraðar en keppnishraði í þeirra vegalengd sem keppt er í í Reykjavíkurmaraþon. Þeir sem ætla að keppa í Vatnsmýrarhlaupinu næstkomandi fimmtudag ættu að víxla dögum og hlaupa fimmtudagsæfinguna á þriðjudag.

Æfingar hafa gengið vel undanfarið og á þriðjudögum hafa verið að mæta 32-35 manns sem er frábært miða við hversu margir eru í sumarfríi. Einnig hafa nokkir nýir gengið til liðs við hlaupahópinn í júlí. >
Það er gaman fyrir þjálfara að sjá að ekkert er slakað á þó fólk sé í sumarfríi og margir eru greinilega að stefna á góðan árangur í Reykjavíkurmaraþon. Annað sem er ánægjulegt er að margir í hópnum eru að hlaupa aukalega þá daga sem hópurinn kemur ekki saman og fjölmargir stunda þar að auki aðra hreyfingu sem gefur ekkert nema aukinn styrk.

Við viljum inna félaga á að vera duglegir að skrá niður æfingar inn á hlaup.com og nýjir félagar eru hvattir til að skrá sig þar.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Áhugavert efni. Bókamerkja beinan tengil.