ú styttist í Reykjavíkurmaraþon og æfingaáætlun þessa vikuna tekur mið af því. Á þriðjudag tökum við brautaræfingu að venju og eftir æfingu verður boðið upp á kleinur og orkudrykki í boði Myllunnar og Cult. Fyrstu helgina í september fram fram Brúarhlaupið á Selfossi og ætti það að henta byrjendum sem vönu keppnisfólki. Brautin þar er marflöt og hentar vel til bætinga. Þeir sem t.d. keppa í hálfumaraþoni í RM geta stefnt á 10km á Selfossi.
Nokkrir félagar tóku þátt í Vatnsmýrarhlaupinu og stóðu sig með ágætum. Voru nær allir að stórbæta fyrri tíma og greinilegt að góð ástundun í sumar er að skila frábærum árangri. Síðasta þriðjudag mættu 37 á æfingu í Kaplakrika og stefnir í enn betri mætingu þegar fólk fer að týnast úr sumarfríi.
Það væri gaman ef sem flestir væru merktir hlaupahópnum í Reykjavíkurmaraþon. Í Afreksvörum í Glæsibæ er hægt að fá boli sem við höfum notað í keppnum og svo er hægt að merkja bolina í Óla Prik hér í Hafnarfirði.
Í september (10. eða 17. sept) stefnum við á sameiginlegt grill til að slútta sumrinu og um leið keppnistímabilinu. Nánari upplýsingar um það síðar. Í haust förum við svo aftur af stað með nýjan byrjendahóp þar sem mjög margir hafa haft samband og vilja byrja að hlaupa með okkur.
Sjáumst á æfingu á þriðjudag.