Name: steinn

Posts by steinn:

    Komið að leiðarlokum hjá Steini

    september 20th, 2012

    Eins og félagar hafa séð hef ég lítið getað hlaupið með hópnum í september vegna anna í nýju starfi og einnig hrjá mig hnémeiðsli 🙂
    Því hef ég ákveðið að stíga til hliðar og hætta þjálfun hópsins. Ég mun örugglega vera áfram viðloðandi hópinn sem iðkandi þegar ég kemst aftur á hlauparól. Annars er maður mjög stoltur af þessum ótrúlega hóp og árangurinn hefur verið hreint út sagt lygilegur. Ekki spillir heldur þessi frábæri félagsskapur sem er að finna í hópnum. Boltinn er þá núna eingöngu í höndum Péturs og Hrannar og nýr maður kemur í manns stað.
    Sjáumst við tækifæri á æfingu,
    Steinn

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    4 Comments "

    Fyrsta keppnishlaupið í hlaupaseríu Atlantsolíu og FH

    janúar 27th, 2012

    Fimmtudaginn 26. jan fór fram fyrsta keppnishlaupið í hlaupaseríu Atlantsolíu og FH. Útlit var fyrir brjálað veður en úr rættist og var veður stillt en kalt. Hlaupaleiðin var erfið yfirferðar þrátt fyrir að búið væri að skafa leiðina en við svona hlutum er að búast þegar við búum á Íslandi. Samtals tóku þátt 95 hlauparar, þ.a. 65 karlar og 30 konur.

    Í karlaflokki sigraði Hákon Hrafn Sigurðsson, 3SH á tímanum 18,48 mín. og í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, á tímanum 20,40 mín. en hún sigraði í stigakeppni seríunnar síðasta vetur og greinilegt að hún kann vel við sig að hlaupa í Hafnarfirði. Heildarúrslit má finna undir Úrslit hér á síðunni. Þess má geta að við röðun í aldursflokka ræður fæðingarár en ekki afmælisdagur á árinu.

    Hlauphaldarar vilja þakka öllum fyrir sem mættu og sjáumst hress í næsta hlaupi.

    Fyrstu 10 karlar voru:

    Tími mín Nafn Félag/Hlaupahópur Flokkur
    18,48 Hákon Hrafn Sigurðsson 3SH 30-39 ára
    18,51 Friðleifur Friðleifsson HHFH 40-49 ára
    19,19 Stefán Guðmundsson Team Craft / 3SH 15-29 ára
    19,25 Ívar Jósafatsson Árbæjarskokk 50-59 ára
    19,44 Ragnar Bjarkan Pálsson ÍR 40-49 ára
    19,50 Bjartmar Birgisson ÍR 40-49 ára
    19,54 Sigurþór Einar Halldórsson HHFH 30-39 ára
    19,57 Rúnar Örn Ágústsson Ægir3þraut 15-29 ára
    20,11 Sigurjón Ernir Sturluson Bootcamp Akranes 15-29 ára
    20,20 Björn Traustason HHFH 40-49 ára

    Fyrstu 10 konur voru:

    Tími mín Nafn Félag/Hlaupahópur Flokkur
    20,40 Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölnir 15-29 ára
    22,16 Ebba Særún Brynjarsdóttir HHFH 30-39 ára
    23,30 Helga Guðný Elíasdóttir Fjölnir 15-29 ára
    24,36 Þórdís Jóna Hrafnkellsdóttir HHFH 40-49 ára
    25,13 Halla Björg Þorhallsdóttir Laugaskokk 30-39 ára
    25,34 Þorbjörg Ósk Pétursdóttir HHFH 40-49 ára
    27,48 Þórhildur Höskuldsdóttir HHFH 30-39 ára
    28,09 Rúna Hauksdóttir Hvannberg TKS 50-59 ára
    29,09 Irma Gná Jóngeirsdóttir 15-29 ára
    29,14 Kristrún Joyce Fawcett 15-29 ára
    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Fyrsta keppnishlaupið í hlaupaseríu Atlantsolíu og FH

    Fræðslufundur 2. nóv og árshátíð 12. nóv.

    október 26th, 2011

    Fræðslufundur 2. nóv.
    Framundan eru tveir stórir atburðir fyrir félaga í HHFH. Miðvikudaginn 2. nóvember höldum við fræðslufund fyrir félaga í fyrirlestrarsalnum í íþróttahúsi Setbergsskóla. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:00 og mun Steinar B. Aðalbjörnsson halda erindi um næringu og Kári Steinn Karlsson Íslandsmethafi í maraþonhlaupi segir frá æfingum og keppnum. Einnig verður fjallað um útbúnað og annað sem skiptir máli fyrir hlaup.
    Í hléi mun vera vörukynning á vörum frá Compressport og SPIBELT. Nánar um vörurnar inn á www.ironviking.is

    Árshátíð HHFH
    Laugardaginn 12. nóvember ætlum við að halda árshátíð hlaupahópsins í Sjónarhóli í Kaplakrika og eru félagar hvattir til að fjölmenna og skemmta sér saman. Boðið verður upp á dýrindis kvöldverð og munu félagar aðeins greiða kr. 2500- fyrir fjórrétta máltíð. Verð fyrir maka er kr. 3500-.
    Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði.
    Eru allir hvattir til að skrá sig og eiga notalega og skemmtilega kvöldstund saman.
    Smelltu hér til að skrá þig

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Fræðslufundur 2. nóv og árshátíð 12. nóv.

    Ingólfur sigraði í haustþoninu

    október 24th, 2011

    Um liðna helgi fór fram Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara og átti HHFH fjóra keppendur sem tóku þátt.

    Ingólfur Örn Arnarson gerði sér lítið fyrir og sigraði í heilu maraþoni á 2:58,04 klst sem er frábær árangur. Góðar æfingar undanfarið lögðu grunninn að þessumflotta tíma og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn.

    Í hálfu maraþoni kom Friðleifur Friðleifsson 5. í mark á tímanum 1:20:00 klst og sigraði hann jafnframt í sínum flokk, 40-49 ára. Í sama flokki hljóp Bóas Jónsson á 1:30,05 klst og SigurÞór Einar Halldórsson var á 1:32,20 klst. Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Ingólfur sigraði í haustþoninu

    Skipulag næstu vikna

    október 16th, 2011

    Næstu vikur munum við leggja áherslu á grunnþolið. Það þýðir að hlaupin eiga að vera róleg á lágum púls. Við sleppum intervali næstu tvær vikur og að því loknu förum við að hlaupa meira fartlek líkt og síðasta haust. Einnig munum við ci. 1-2 í mánuði taka brekkuspretti í Setberginu.

    Annars er frábært að sjá hversu góð mætingin hefur verið undanfarið og er sérstaklega ánægjulegt að heyra hversu margir stefna á keppni í hálfu eða heilu maraþoni að ári. Eru félagar farnir að ræða næstu utanferð : )

    Um næstu helgi fer fram haustþon FM og munu nokkrir félagar keppa. Það væri gaman að sjá félaga hvetja sína liðsmenn áfram.

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Skipulag næstu vikna

    Frábær mæting í nýliðahóp HHFH og skipulagið næstu vikur

    október 10th, 2011

    Stór hópur nýliða mætti á fyrstu æfinguna sína síðasta fimmtudag eða 36 manns. Hópurinn mun fylgja æfingaáæltun sem miðar að því að allir í hópnum geti hlaupið 5km eftir 10 vikur, þ.e. þeir sem mæta reglulega og hlaupa 3x í viku. Við munum jafnframt breyta skipulaginu fyrir hina hópana í vetur og vera með spretti á fimmtudögum í stað þriðjudaga þar sem það fellur betur að skipulaginu. Þær keppnir sem eru í boði eru venjulega á fimmtudögum og þá hafa félagsmenn val um keppni eða spretti þá daga.

    Við stefnum að því að vera með 3 hópa í vetur því eins og gefur að skilja er erfitt að halda úti 4-5 hópum. Það er gott að fólk fari að hugsa um markmið fyrir næsta sumar og miðað við árangurinn í sumar er ljóst að margir munu geta sett markið hátt.

    Þann 12. nóvember stefnum við á að halda uppskeruhátíð hlaupahópsins og biðjum við félagsmann að taka þetta kvöld frá. Stefnt er að því að vera í veislusalnum í Kaplakrika (Sjónarhóli) og eiga góða stund saman. Er óskað eftir aðilum í skemmtinefnd til að skipuleggja kvöldið.

    Sjáumst á næstu æfingu.

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Frábær mæting í nýliðahóp HHFH og skipulagið næstu vikur

    Tímarnir í Köln

    október 6th, 2011

    Hér eru úrslitin úr Kölnarmaraþoninu. Frábærir tímar sem félagar náðu og margir að bæta sig um fleiri mínútur þrátt fyrir mikinn hita á keppnisdag. María Kristín náði þeim árangri að vera á verðlaunapalli í sínum aldurshóp og aðrir voru einnig mjög framarlega. Í hálfu maraþoni tóku þátt 8030 karlar og 4531 konur. Í heilu maraþoni kepptu 1454 konur og 5824 karlar og er þetta með fjölmennustu hlaupum Þýskalands en mótshaldarar töluðu um að þessa helgi voru rúmlega 26.000 manns að taka þátt í hlaupum tengdum maraþonhelginni. Eru félagar í HHFH þegar farnir að ræða hlaup sem kemur til greina að keppa í á næsta ári.

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Tímarnir í Köln

    Frábær árangur í Köln og nýr nýliðahópur fer af stað fimmtudaginn 6. okt

    október 4th, 2011

    Um liðna helgi tóku þátt 27 félagar í heilu eða hálfu maraþoni í Köln og er óhætt að segja að allir í hópnum hafi verið hæstánægðir með árangurinn. Hitinn fór reyndar illa í marga en allir kláruðu með glæsibrag. Of langt mál væri að telja árangur hvers og eins upp en við hvetjum félaga til að skoða úrslitin. Smelltu hér til að skoða úrslitin.

    Ferðasagan verður birt síðar en á þessum tímapunkti hafa félagar slegið um sig í Köln og lagt borgina undir sig.

    Þjálfarar munu taka á móti nýliðum næstkomandi fimmtudag og biðjum við félaga að láta sem flesta vita sem kunna að hafa áhuga á að mæta. Við munum hitta nýliðana í anddyri Kaplakrika og fara með þá í 10 vikna sérstaka æfingaáætlun sem miðar að því að allir getið hlaupið 5km án þess að stoppa í lok tímabilsins.

    Sjáumst á næstu æfingu.

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    1 Comment "

    Frábær árangur í Berlínarmaraþoninu

    september 26th, 2011

    Um liðna helgi tóku þátt 5 félagar úr hlaupahóp FH og auðvitað stóðu þeir sig með eindæmum vel. Þetta var merkilegt hlaup þar sem bæði heimsmet karla sem og Íslandsmet karla var bætt og hefur það haft sitt að segja að HHFH var mætt.
    Tímarnir voru annars eftirfarandi:

    Friðleifur Friðleifsson; 2:46,28 klst.
    Ólafía Kvaran: 3:35,06 klst.
    Jóhanna Soffía Birgisdóttir, 5:23,07 klst.
    Pétur Smári Sigurgeirsson: 3:08,23 klst.
    Arnar Sigurðsson: 2:58,40 klst.

    Sannarlega frábær árangur hjá öllum og greinilegt að góð ástundun í sumar borgaði sig.
    Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn.

    Um næstu helgi fer svo annar hópur í víking og mun gera víðreist um Köln og næsta nágrenni og verður það eflaust eftirminnileg ferð.

    Enn vantar sjálfboðaliða til að starfa í Flensborgarhlaupinu og eru þeir beðnir um að gefa sig fram sem fyrst við þjálfara.

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Frábær árangur í Berlínarmaraþoninu

    Flensborgarhlaupið verður haldið 1. október – félagar hvattir til að fjölmenna

    september 21st, 2011

    Þjálfarar vilja minna á Flensborgarhlaupið sem verður haldið þann 1. október næstkomandi. Eru félagar hvattir til að fjölmenna í hlaupið og halda merki hlaupahópsins á lofti. Ef einhverjir eru tilbúnir að veita aðstoð í hlaupinu þá vinsamlega látið þjálfara vita.
    Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar. Skráning fer fram á www.hlaup.com

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Flensborgarhlaupið verður haldið 1. október – félagar hvattir til að fjölmenna