Ingólfur sigraði í haustþoninu

Um liðna helgi fór fram Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara og átti HHFH fjóra keppendur sem tóku þátt.

Ingólfur Örn Arnarson gerði sér lítið fyrir og sigraði í heilu maraþoni á 2:58,04 klst sem er frábær árangur. Góðar æfingar undanfarið lögðu grunninn að þessumflotta tíma og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn.

Í hálfu maraþoni kom Friðleifur Friðleifsson 5. í mark á tímanum 1:20:00 klst og sigraði hann jafnframt í sínum flokk, 40-49 ára. Í sama flokki hljóp Bóas Jónsson á 1:30,05 klst og SigurÞór Einar Halldórsson var á 1:32,20 klst. Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.